Wednesday, April 16, 2014

Tapas

Alexandra vinkona er stödd á Íslandinu og við áttum ljúfa kvöldstund saman nokkrar á Tapas Barnum í gærkvöldi. Tapas Barinn er einn af mínum uppáhalds veitingastöðum hérna í Reykjavík - mér finnst alltaf hrikalega gaman að koma þangað og maturinn virkilega góður. Við fengum okkur allar óvissuferðina sem er ansi skemmtileg upplifun að mínu mati. Mæli mikið með því að prófa!

Alltaf svo gott að hitta þessa elsku.

Takk fyrir dásamlegt kvöld mínar kæru!! xx 

Seinasta helgi var heldur ekki af verri endanum, róleg og mjög svo notaleg. Á laugardaginn bauð Edda vinkona heim í osta og rauðvín (hljómar mjög fullorðins). Ljúft kvöld í frábærum félagsskap.


Helgin endaði svo á Snaps með mínum. Fengum okkur hvítvín og klúbbsamloku og enduðum svo í drykk á Slippbarnum. Virkilega gott kvöld.


Ég er komin í páskafrí og ætla að skella mér til kóngsins Köben á morgun. Hlakka mikið til að eyða páskunum í aðeins hlýrra veðri með fjölskyldunni. Það verður sannarlega ljúft. 

Gleðilega páska!!
x fanney

Friday, April 11, 2014

Árshátíð NTC

Árshátíð NTC var haldin á laugardaginn síðastliðinn í Iðusölum. Hrikalega skemmtilegt kvöld með frábæru samstarfsfólki.


Ég fékk þónokkrar spurningar út í kjólinn sem ég var í - en sá hinn sami er semsagt keyptur í Forever 21 í London. Mér fannst hann nokkuð góður fyrir þetta tilefni og er mjög ánægð með hann! Skórnir eru gamlir frá Billibi úr GS skóm

Ég og Guðbjörg mín GS ladies.
Takk fyrir frábært kvöld snillar! xx

Góða helgi!

Tuesday, April 8, 2014

Reykjavík X Roses


Þeir Arnar Leó, Sturla og Konráð Logi eru nemendur við Menntaskólann við Sund og fyrir rúmum mánuði síðan stofnuðu þeir fatamerkið Reykjavík X Roses. Hugmyndin kviknaði hjá þeim Arnari Leó og Sturlu en Sturla var að hanna og sauma flíkur sem að fönguðu athygli Arnars sem að datt í kjölfarið í hug að stofna merkið. Fljótlega fengu þeir svo Konráð í lið með sér. Gamla "skate" tískan í bland við öll þau merki sem eru í uppáhaldi hjá þeim er þeirra helsti innblástur. Þetta hefur gengið framar öllum vonum og viðtökurnar hafa verið frábærar. 
Það er margt í vinnslu hjá þeim þessa stundina en nú þegar hafa þeir framleitt boli sem hafa slegið rækilega í gegn og eru hugmyndir af fleiri bolum, jökkum, buxum og peysum strax komnar niður á blað. Þeir hafa fengið mikla hjálp frá Halldóri í Henson en hann pantar fötin að utan og prentar á þau fyrir þá. Strákarnir eru virkilega bjartsýnir á framtíðina sem þeir mega vel vera miðað við þá lukku sem merkið hefur vakið á þessum eina mánuði síðan það var stofnað! 

Ég fýla bolina þeirra í botn og átti í virkilegum erfiðleikum með að velja mér aðeins einn - sem endaði á því að ég fékk mér tvo. Ég tók þá í XL og gæti ekki verið ánægðari með þá!


MEGA flottir!

Það verður vægast sagt spennandi að fylgjast með þessum strákum og þeirra framkvæmdum sem eru í vinnslu, augljóslega mjög hæfileikaríkir! Ég er ótrúlega spennt að sjá hvað þeir munu bjóða okkur upp á í náinni framtíð!

Eins og er er hægt að kaupa bolina í gegnum Facebook síðu þeirra en heimasíða fyrir Reykjavik X Roses er í vinnslu og einnig verður hægt að kaupa bolina fljótlega í versluninni Noland í Kringlunni. 

FacebookReykjavíkxRoses
Instagram: @reykjavikxrosesÁfram þið snillingar!
x fanney

Friday, April 4, 2014

Wow

Kjóll - Topshop
Um seinustu helgi fagnaði ég stórum áfanga með hóp af frábæru fólki. Við vorum að ljúka flugliðanámskeiði hjá Wow Air og framundan er stórskemmtilegt sumar í háloftunum. Mikið sem ég er spennt! 


Ég rakst á fyndna frétt þessu tengt á DV í gær, fyrir áhugasama getið þið séð hana HÉR. ;)


Takk fyrir frábært kvöld!
x fanney

Wednesday, April 2, 2014

Nýir


Þessir fallegu skór frá Shoe Biz eru nýjasta viðbótin í skósafnið. Þeir komu fyrst í GS Skó fyrir jólin og einhverra hluta vegna ákvað ég að vera skynsöm og sleppa þeim. Ég sá hinsvigar mikið á eftir þeim og var ekki lengi að grípa mér par þegar þeir loksins komu aftur núna í seinustu viku. Hef varla farið úr þeim, þægilegustu skór heims. Grófir og fallegir!

Skór - GS skór
Bolur - H&M
Buxur - H&M

x fanney