Friday, July 11, 2014

Vinningshafar - Sneakerball Rvk


Vinningshafar í Sneakerball RVK leiknum eru:

Hera Rut Hólmarsdóttir og Bergþór Frímann Sverrisson.
Vegna góðrar þátttöku ákvað ég að gefa tveimur aðilum í viðbót tvo miða... langaði að sjálfsögðu helst að gefa öllum! Þessa boðsmiða hljóta Erna Davíðsdóttir og Björk Magnúsdóttir.

Ykkar bíða tveir boðsmiðar í Nikeverslun, Lynghálsi 13. Miðana verðið þið að sækja fyrir 16 í dag! Hlakka til að sjá ykkur ásamt vini annað kvöld í Hörpunni í mega fínum NIKE skóm í trylltu stuði! Djöfull verður gaman..
Takk allir kærlega fyrir þátttökuna og GÓÐA SKEMMTUN!

#Loveisintheair
#Sneakerball_rvk

x fanney

Tuesday, July 8, 2014

Sneakerball RVK - vilt þú miða?

NIKE, Smirnoff og Somersby færa þér SNEAKERBALL RVK!


Á föstudaginn 11. júlí verður Norðurljósum í Hörpu breytt í flottasta klúbb Reykjavíkur. Fram koma:
DJ Margeir - John Grant - Ásdís María - Cell7 - Unnsteinn Manúel 
... stemningin verður tryllt! 

Ekki er hægt að kaupa sig inn á atburðinn heldur er aðeins um gjafamiða að ræða og kemst enginn inn án boðsmiða! Frítt áfengi allt kvöldið í boði Smirnoff og Somersby og hefst partýið tímanlega kl 21:00! Þú vilt ekki missa af þessari snilld!

Það er aðeins ein regla sem gildir þetta kvöld: Enginn kemst inn án þess að vera í sínum fegurstu NIKE skóm! Sneakerball all the way...

Sneakerball Rvk í fyrsta sinn á Íslandi og mig langar að bjóða tveimur heppnum tvo miða á atburðinn með mér! Það eina sem þú þarft að gera er að DEILA þessari færslu og skilja eftir fullt nafn í kommentum hér fyrir neðan. (Ekki nóg að like-a færsluna). Ég dreg svo tvo heppna aðila sem fá tvo miða og skella sér í partý ársins í fáránlega góðum félagsskap á föstudaginn kemur.

Þá er bara að fara að huga að skóbúnaði kvöldsins...

#sneakerball_rvk
#loveisintheair

Hlakka til að sjá ykkur!
x fanney

Monday, July 7, 2014

Look


Jakki - Spúútnik
Skyrta - Monki 
Gallabuxur - Monki
Taska - Galleri 17
Skór - GS skór

x fanney

Wednesday, July 2, 2014

Summernails

Ég skellti mér í neglur í seinustu viku til hennar Maríu. Ég var búin að gæla við það í smá tíma að fá mér neglur en ég hef lengi hrifist af þessum lituðu gelnöglum (og þá sérstaklega í nude-tóna litum). Ég er aldrei með gelneglur daglega og því gaman að breyta til og prófa. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna! Ég fékk mér gel í ljósbleikum/peach lit og er það einmitt liturinn sem ég hafði komið fyrir í höfðinu á mér. Fallegur litur sem að passar við allt og sumarlegur, sannarlega í takt við íslenska sumarið okkar....


María er algjör snillingur í þessu og býður upp á fullt af litum og skrauti. Ég mæli eindregið með því að hafa samband við hana ef þið eruð í svipuðum hugleiðingum. 

Instagram: gelneglurmaria
Facebook: HÉR

x fanney

Monday, June 30, 2014

Afmæli Alexöndru og Gylfa

Við fórum í vægast sagt vel lukkað afmælisteiti til Alexöndru og Gylfa um helgina. Frábær skemmtiatriði, veitingar og síðast en ekki síst félagsskapur. Æðislegt kvöld með góðum vinum.


Ég var í kjól úr Zöru sem ég keypti í London í janúar. Ég fann loksins gott tilefni til að klæðast honum. Mér finnst hann njóta sín miklu betur við berar fætur svo tilefnið var því fullkomið þetta fína sumarkvöld. Skórnir eru frá Bronx úr GS skóm og eru í miklu uppáhaldi.


Veitingarnar voru til fyrirmyndar. Elskulega vinkona mín hún Alexandra klikkar að sjálfsögðu ekki þegar að því kemur. Ég fékk að ræna nokkrum myndum úr færslunni hennar á Femme.is sem eru hér fyrir neðan. Færsluna getið þið svo séð HÉR.


Takk fyrir okkur kæru vinir.

x fanney

Friday, May 23, 2014

Reebok Classic Leather


Þessir fínu frá Reebok komu til mín með póstinum í seinustu viku. Ég fór á milli búða þegar ég var stödd í Köben um páskana í leit af minni stærð en hún var alls staðar uppseld. Ég pantaði mér þá á Ebay þegar ég kom heim (ég panta mér öörsjaldan á netinu!) - en með sendingu og tolli voru þeir samt töluvert ódýrari svo ég var mjög lukkuleg með það. Ég fýla þá í botn og hlakka mikið til að klæðast þeim í sumar! 

x fanney

Thursday, May 22, 2014

Ísland

Helgina eftir páska skelltum við okkur upp í Vaðnes í frábærum félagsskap. Sunnudagurinn bauð upp á fyrsta flokks veður svo við skelltum okkur á rúntinn. Geysir, Gullfoss og Kerið var skoðað ásamt því að taka hring inni í versluninni Geysi og sötra þar kaffi. Ég hef aldrei komið í verslunina á þessum stað en hún er alveg meiriháttar. Þessa staði er klárlega vert að heimsækja reglulega.

Geysir bauð upp á fyrsta flokks gestristni og gaus í miðri sjálfsmynd!

Á þessum myndum fyrir ofan erum við að nota Go Pro myndavél. Katla og Sigurmann eiga hana og slík myndavél er sannarlega á mínum óskalista. Vægast sagt skemmtilegar og fallegar myndir og nauðsynlegt að mínu mati að eiga stöng í hana. Sérstaklega skemmtileg í útivist!

Frábær helgi í alla staði!
x Fanney